Fullur bær af ferðamönnum

Skemmtiferðaskipið Sapphire Princess fyrir utan Grundarfjörð.
Skemmtiferðaskipið Sapphire Princess fyrir utan Grundarfjörð. mbl.is/Anna Lilja Þórisdóttir

Þrjú skemmtiferðaskip heimsækja Grundarfjörð í dag og hafa ekki jafn mörg skip af þeirri tegund heimsótt bæinn á einum og sama deginum til þessa.

Skemmtiferðaskipin þrjú eru Sapphire Princess, Star Breeze og Astoria. Samanlagt eru skipin með um 3.780 farþega og er bærinn fyrir vikið fullur af gestum, en íbúafjöldi hans er tæplega 900 manns. Sapphire Princess er stærsta skipið sem heimsækir bæinn í sumar að sögn Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra en um 3.000 farþegar koma með því.

Björg segir aðspurð að það gangi mjög vel að taka á móti öllum þessum farþegum enda komin löng reynsla á það eða frá árinu 2003. Allt gangi því smurt fyrir sig. Margir farþeganna fara í rútuferðir um Snæfellsnesið og eru tugir rútubifreiða til taks.

Handan við hornið er síðan bæjarhátíð Grundfirðinga, Á góðri stund í Grundarfirði, sem hefst um miðja vikuna og stendur fram á sunnudag.

mbl.is/Anna Lilja Þórisdóttir
mbl.is/Anna Lilja Þórisdóttir
mbl.is/Anna Lilja Þórisdóttir
mbl.is/Anna Lilja Þórisdóttir
mbl.is/Anna Lilja Þórisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert