Allt öðruvísi en árið 2006

Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. mbl.isÓmar

Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að allt annað hafi verið uppi á teningnum síðast þegar kerskála þrjú var lokað í álverinu í Straumsvík árið 2006 heldur en núna. 

„Það var allt öðruvísi vegna þess að þá fór rafmagnið af. Núna erum við að slökkva og þá er það gert í stýrðu ferli. Við undirbúum það eins vel og við mögulega getum með það fyrir augum að endurræsing gangi sem best. Hvenær það er nákvæmlega gert getum við ekki sagt til um,“ segir Bjarni Már.

Bjarni Már Gylfason.
Bjarni Már Gylfason. Ljósmynd/Aðsend

Árið 2006 eyðilögðust tugir kerja þegar rafmagnsleysið varð í kerskálanum og hófst end­ur­gang­setn­ing ker­janna á nýj­an leik fjór­um vik­um síðar. Aðspurður segist hann ekkert geta sagt til um hvort ker hafi eyðilagst í þetta sinn.

Hann bætir við að vinna sé í fullum gangi vegna þeirrar stöðu sem núna er uppi. „Það er verið að vinna hörðum höndum í því að koma góðum böndum á reksturinn.“

Bjarni kveðst ekkert geta sagt til um kostnaðinn við lokun kerskálans. Hann nefnir að brugðist verði við minnkandi framleiðslu með því að framleiða og steypa meira í steypuskála álversins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert