Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin

Á fjallahjóli í Skálafelli.
Á fjallahjóli í Skálafelli.

Nóg er um að vera á skíðasvæðunum í sumar, þó að fáa hefði grunað það. Skíðalyftur eru nýttar til fjallahjólreiða á sumrin og hefur það verið gert í 10 ár að sögn Magne Kvam hjólabrautahönnuðar, sem hannaði hjólabrautirnar í Skálafelli. Hann segir íþróttina, sem eitt sinn var álitin jaðarsport, hafa vaxið í vinsældum.

„Fyrir þremur árum varð mikil aukning á fjallahjólreiðum á Íslandi. Ég hef hjólað mikið erlendis og skíðasvæðin í Ölpunum hafa mörg hver meira upp úr starfseminni á sumrin en á veturna. Þessi íþrótt er þannig að hún er ekki lengur bara fyrir klikkaða „extreme sportista“,“ sagði hann.

Hann bætir við að ákveðið hafi verið að smíða nýja hjólabraut í Skálafelli þetta árið. Hún er byrjendavænni og seinfarnari en þær brautir sem eru nú þegar en skemmtileg og krefjandi að hans sögn.

„Maður hefur séð fólk rúlla hérna niður með börnin sín og allir sáttir,“ segir Magne en opið er jafnan í Skálafelli á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 18-21.

Sjá viðtal við Magna í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert