Hafa ásælst dýrmæta kirkjugripi

Breiðabólstaðarkirkja á kaleik frá 13. öld.
Breiðabólstaðarkirkja á kaleik frá 13. öld. mbl.is/Sigurður Ægisson

Fremur en að söfn ásælist kirkjugripi til að tryggja varðveislu þeirra ættu ráðamenn að beita sér fyrir því að kirkjan fái þá fjármuni sem henni ber. Þannig geti hún bætt eld- og þjófavarnir í kirkjum til að tryggja öryggi þeirra og dýrmætra kirkjugripa sem þar eiga heima.

Þetta sagði Óskar Magnússon, formaður Breiðabólstaðarsóknar í Fljótshlíð. Tilefnið var grein Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, í Morgunblaðinu 16. júlí. Þar sagði hann að bruninn mikli í Notre Dame í París hefði vakið menn til umhugsunar um hvernig brunavörnum og öryggi kirkna væri háttað hér á landi. Í kirkjunum væru mikil dýrmæti varðveitt. Ekki væri alls staðar hugað nógu vel að varðveislu þessa hluta þjóðararfsins. Hætt væri við að margir gripir gætu verið í hættu og lent í greipum þeirra sem vildu komast yfir þá í hagnaðarskyni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Óskar að ekki hefði verið mikil umræða um kirkjugripi og varðveislu þeirra innan kirkjunnar. „Við höfum stundum rætt það hvort kirkjur eigi almennt að vera læstar eða opnar og við hvaða aðstæður þær ættu þá að vera opnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert