150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans.

Haft er ennfremur eftir Bjarna að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launaákvörðunum en bjóða hins vegar samkeppnishæf laun inntur eftir viðbrögðum við þeim upplýsingum að laun ríkisforstjóra hafi hækkað um nærri fjórðung að meðaltali á tveimur árum frá því að kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra og stjórnir ríkisfyrirtækjanna tóku við því hlutverki.

„Við höfum í því sambandi dæmi um að sumir forstjórar ríkisstofnana eru á pari við almenna markaðinn. Í sumum tilfellum finnst mönnum kannski að þeir séu eitthvað yfir og þá þarf að skoða hvort að það séu gild rök fyrir því. Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ segir Bjarni enn fremur í þessum efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert