Alþingi taki skýrslu Seðlabankans til skoðunar

Í svari sínu benti Katrín á að Seðlabankinn hefði sjálfur …
Í svari sínu benti Katrín á að Seðlabankinn hefði sjálfur gefið út skýrslu um málið sem ekki hefði verið tekin fyrir á Alþingi. mbl.is/​Hari

Forsætisráðherra telur það eðlilegt næsta skref að Alþingi taki skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisútboð bankans frá ágúst 2018 til skoðunar og kanni hvort þar sé einhverjum spurningum ósvarað. 

Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, vegna fjárfestingarleiðar Seðlabankans og peningaþvættis og hvort ekki væri tilefni til þess að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd til þess að fara ofan í kjölinn á fjárfestingarleiðinni.

Spurði Þórhildur Sunna þá hvort ekki væri tilefni til þess …
Spurði Þórhildur Sunna þá hvort ekki væri tilefni til þess að Alþingi léti rannsaka þá stofnun sem rannsakaði sjálfa sig. mbl.is/Hari

Í svari sínu benti Katrín á að Seðlabankinn hefði sjálfur gefið út skýrslu um málið sem ekki hefði verið tekin fyrir á Alþingi, en slíkt ætti að sjálfsögðu að gera, t.d. hjá efnahags- og viðskiptanefnd eða stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Ekki væri rétt að fjarmunir hafi streymt hingað til lands eftirlitslaust, enda hafi Fjármálaeftirlitið sinnt eftirlitshlutverki vegna fjárfestingarleiðarinnar. 

Spurði Þórhildur Sunna þá hvort ekki væri tilefni til þess að Alþingi léti rannsaka þá stofnun sem rannsakaði sjálfa sig. Katrín sagði það eðlilegt að viðeigandi nefndir Alþingis byrjuðu á að taka skýrslu Seðlabankans fyrir og athuga hvort þar væri spurningum ósvarað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert