700 skjálftar á 6 dögum

Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa. Kort/Veðurstofa Íslands

Frá því að jarðskjálftahrina hófst í Öskju fimmtudaginn 7. nóvember hafa orðið um 700 jarðskjálftar og stendur hrinan enn yfir.

Stærsti skjálftinn varð á laugardaginn, 3,4 að stærð, en einn annar skjálfti hefur mælst yfir 3 að stærð. Um 20 skjálftar hafa verið yfir stærð 2.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa. Um er að ræða brotaskjálfta sem tengjast líklega landrekshreyfingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert