Banna kerti og skreytingar eftir eld í brúðkaupi

Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja. mbl.is/Brynjar Gauti

Skerpt verður á reglum í Þingvallakirkju og logandi kertaljós og skreytingar bannaðar í kjölfar þess að kviknað í fötum brúðkaupsgests þar í byrjun október. Eldurinn kviknað út frá kerti er verið var að gefa saman erlent par, en fyrir snarræði prestsins var eldurinn slökktur án þess að tjón hlytist af.

Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að þetta mál sé áminning um að skerpa á reglum og tillögur þess efnis verði ræddar á næsta fundi Þingvallanefndar. Hann segist telja einsýnt að engar skreytingar verði leyfðar og aðeins lifandi kertaljós á altarinu undir eftirliti prests.

Einar segir að reglulega séu haldin brúðkaup í kirkjunni, meðal annars á vegum ferðaþjónustufyrirtækja sem sérhæfa sig í brúðkaupum. Hvorki er meðhjálpari né kirkjuvörður í Þingvallakirkju en starfsmenn þjóðgarðsins sjá um að þrífa og undirbúa kirkjuna fyrir athafnir meðfram öðrum störfum. Þeir séu við kirkjuna meðan athafnir fara fram, einkum til að hamla því að ferðafólk fari inn í kirkjuna eða trufli athöfn með öðrum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert