Flík á móti flík

Skiptifataslá VMA. Sonja Lind og Sigrún Harpa Baldursdóttir skoða kjóla.
Skiptifataslá VMA. Sonja Lind og Sigrún Harpa Baldursdóttir skoða kjóla. Ljósmynd/GuðmundurR. Guðmundsson

Skiptifataslá hefur verið sett upp á C-gangi Verkmenntaskólans á Akureyri. „Við komum hér við nokkuð reglulega og skoðum hvað er í boði,“ segja þær Sigrún Harpa Baldursdóttir og Sonja Lind, sjúkraliðanemar í skólanum.

Sláin góða virkar þannig að starfsfólk eða nemendur koma með fatnað úr fataskáp sínum sem þau nýta ekki lengur og bjóða öðrum að taka við. Sá sem tekur flík borgar með því að setja aðra flík á slána í staðinn. Sigrún og Sonja eru ánægðar með þetta framtak enda áhugasamar um að nýta hluti, fatnað eða annað betur. „Það þarf alls ekki alltaf að kaupa nýtt, það er algjör óþarfi,“ segja þær og bæta við að þær noti sér úrvalið sem í boði er á þeim mörkuðum með notaðan fatnað sem starfandi eru á Akureyri. „Þessi fataslá er góð viðbót við markaðina.“

Hildur Salína Ævarsdóttir, brautarstjóri í hársnyrtiiðn, átti frumkvæði að því að koma skiptifataslánni upp. „Ég sá þetta fyrst í heimsókn minni í Menntaskólann á Tröllaskaga, en þar er slá af þessu tagi sem nemendur og kennarar nýta og skiptast á fatnaði,“ segir hún. „Mér fannst þetta svo góð hugmynd að ég vildi endilega prófa hana hér.“

Sjá viðtal við Hildi Salínu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert