Framlög einstaklinga til Pírata fjórfalt lægri

Smári McCarthy, formaður Pírata.
Smári McCarthy, formaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framlög einstaklinga til Pírata árið 2018 voru 75% lægri en árið áður, samkvæmt ársreikningi flokksins.

Þannig námu framlög til einstaklinga, þ.m.t. félagsgjöld, aðeins 2,1 milljón króna á árinu 2018 til samanburðar við rúmlega 8,4 milljónir árið 2017. Enginn veitti flokknum framlag yfir 200.000 krónum á árinu.

Þá jukust rekstrargjöld flokksins um um helming á milli ára og fóru úr rúmlega 61 milljón króna árið 2017 í rúmlega 92 milljónir króna á síðasta ári. Tap flokksins nam rúmlega 11,7 milljónum króna, en árið 2017 högnuðust Píratar um tæplega 16 milljónir króna.

Ríkisframlög til Pírata árið 2018 námu rúmlega 77,7 milljónum króna og framlög sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar, tæplega 1,9 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert