Loksins vinnufriður á Reykjalundi

Magdalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi.
Magdalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. mbl.is/Þórunn Kristjánsdóttir

Formaður læknaráðs Reykjalundar segir að loks sé kominn vinnufriður á Reykjalundi eftir að framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sögðu af sér störfum og ný starfsstjórn tók við í dag.

Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs, segir daginn hafa verið viðburðaríkan og að hún hafi verið of önnum kafin við störf sín til að fylgjast með hvort eitthvað starfsfólk hefði dregið uppsagnir sínar til baka.

Hver og einn þurfi að meta sína stöðu. Hún reiknar þó með því að flestar uppsagnir verði dregnar til baka í ljósi aðstæðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert