Vill fá þjóðarsjóðinn úr landi

Sigurður Jóhannesson.
Sigurður Jóhannesson.

„Markmið lagasetningarinnar eru góð. Þjóðarsjóður á að vera eins konar þrautavaraleið til að mæta ytri áföllum ríkissjóðs umfram þann viðbúnað sem er nú þegar fyrir hendi. Er þá sérstaklega vísað til stórfelldra náttúruhamfara. Annað mál er hvort þetta markmið skilar sér í endanlegum lagatexta.“

Þannig segir í umsögn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um frumvarp til laga um Þjóðarsjóð. Í umsögninni, sem Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður stofnunarinnar, skrifar, er rakið að frumvarpið geri ráð fyrir að arður af eign ríkisins í orkuverum renni í sjóð sem ávaxtaður verði í útlöndum. Ef ríkissjóður verði fyrir áfalli sem nemur 5% af meðaltekjum þriggja næstliðinna ára megi taka allt að helming sjóðsins út.

Rakið er að sjóðnum svipi til olíusjóðs Norðmanna en sá munur sé á að olíulindirnar gangi til þurrðar á fáum áratugum en orkulindir Íslendinga endist í aldir. „Skynsamlegt virðist að ávaxta sjóðinn í útlöndum,“ skrifar Sigurður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert