Hækkun á bilinu 3,8-6,0% milli ára

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsamband Íslands.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsamband Íslands.

Laun félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) hafa hækkað á bilinu 3,8-6,0% á milli ára. Þetta má lesa út úr niðurstöðum kjarakönnunar sem Gallup gerði í október þar sem spurt var um laun í september.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, að meðalhækkun dagvinnu/grunnlauna hjá flestum sé 3,8% milli ára. Meðaltal mánaðarlauna nú var 621 þúsund en var 598 þúsund 2018.

Meðaltal heildarlauna sama hóps var 774 þúsund nú en 758 þúsund 2018. Kristján segir að samanburður á milli ára sýni að mánaðarlaun í dagvinnu í byggingariðnaði hafi hækkað úr 507 þúsund 2018 í 539 þúsund eða 6,3%. Það er í raun tekjulægsti hópurinn, að hans sögn. Meðaltal launa í flokknum „fjarskipti eða fjölmiðlun“ voru 622 þúsund fyrir ári en 652 þúsund nú sem samsvarar 4,8% hækkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert