Tíðni manndrápa hærri en í Noregi

Manndráp við Hagamel.
Manndráp við Hagamel. mbl.is/Golli

Fjögur manndráp voru framin á Íslandi árið 2017. Fyrir vikið er tíðni manndrápa hér í nýbirtum tölum Eurostat sú sama og í stórum Evrópulöndum og mun hærri en til að mynda í Noregi.

Tölur Eurostat eru fyrir árið 2017 og er miðað við fjölda skráðra manndrápa á hverja skráða 100 þúsund íbúa. Tíðni manndrápa á Íslandi reyndist sú sama og í Slóveníu, í Þýskalandi og á Írlandi.

Alls voru manndráp 0,9 á hverja 100 þúsund íbúa hér árið 2017. Þau voru litlu fleiri í Danmörku og Svíþjóð, 1,1, en í Finnlandi voru þau 1,3. Hlutfallið var hæst í Evrópu í Lettlandi þar sem 5,6 manndráp voru framin á hverja 100 þúsund íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert