Biðstöð færð úr hringtorgi

Strætó er hætt­ur að stoppa við Haga­torg og Há­deg­is­móa. Biðstöð …
Strætó er hætt­ur að stoppa við Haga­torg og Há­deg­is­móa. Biðstöð við Vörðutorg hefur verið færð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafnarfjarðarbær hefur til bráðabirgða fært biðstöðina við Vörðutorg í Áslandi niður í brekku við Ásbraut og hefur biðstöðin því verið opnuð aftur. Í morgun var greint frá því að þremur biðstöðvum í hringtorgum hefði verið lokað vegna óvissu um lögmæti þeirra.

Biðstöðum við Hádegismóa og Hagatorg var lokað í morgun.

Strætó er í sam­skipt­um við Reykja­vík­ur­borg um nýja staðsetn­ingu biðstöðvanna, að sögn Guðmund­ar Heiðars Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Strætó.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert