Vatnsveitan ekki mestu eignir OR

Veitur segja rangt hjá Neytendasamtökunum að eignir OR séu að …
Veitur segja rangt hjá Neytendasamtökunum að eignir OR séu að mestu til komnar vegna vatnsveitu. mbl.is/Heiddi

Veitur telja að leiðréttingin sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Veitur senda frá sér. Þá sé ranglega talið í tilkynningu Neytendasamtakanna um málið að eignir OR séu að mestu til komnar vegna Vatnsveitu.

„Í tilefni bréfaskrifta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til allra sveitarfélaga í landinu nú í dag, taka Veitur undir það álit sem fram hefur komið af hálfu Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, að afstaða ráðuneytisins byggist á misskilningi,“ segir í tilkynningu Veitna.

Greint var frá því fyrr í dag að Neyt­enda­sam­tök­in segi að Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) mögu­lega hafa inn­heimt vatns­gjöld sem nema millj­örðum króna und­an­far­in ár, um­fram það sem lög leyfa, þar sem OR hef­ur greitt eig­end­um sín­um arð.

Sú tilkynning var send í framhaldi af svari sem Neytendasamtökunum barst við fyrirspurn sem þau sendu sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu um heim­ild OR til að greiða út arð og hvernig fjár­magns­kostnaður skyldi reiknaður.

„Það er mat ráðuneyt­is­ins að sveit­ar­fé­lög­um er óheim­ilt að greiða sér arð úr rekstri vatns­veitna. (…) Það er mat ráðuneyt­is­ins að hug­takið „fjár­magns­kostnaður“ í skiln­ingi 10. gr. laga [um vatns­veit­ur sveit­ar­fé­laga], verður ekki túlkað með þeim hætti að það geti náð yfir áætlaðan kostnað/​arðsem­is­kröfu sveit­ar­fé­laga af bundnu eig­in fé í vatns­veit­um,“ seg­ja Neytendasamtökin i tilkynningu sinni um svar ráðuneytisins.

Skora þau ennfremur á stjórn OR og kjörna full­trúa eig­enda „að skoða málið í kjöl­inn, krefja stjórn­end­ur svara og tryggja að fyr­ir­tækið end­ur­greiði not­end­um vatns­veit­unn­ar of­tek­in vatns­gjöld und­an­far­inna ára.“

Forsvarsmenn Veitna segja hins vegar nokkuð um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna um vatnsgjaldið. Þannig sé til að mynda látið í veðri vaka að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sem það eiga séu að mestu vegna vatnsveitu. Þetta sé hins vegar rangt. „Hlutdeild vatnsveitu í veltu samstæðu OR árið 2018 var einungis 6,9%,“ segir í tilkynningu Veitna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert