Verður met í hverfakosningum slegið?

Kort/Reykjavíkurborg

Hverfakosningum íbúa Reykjavíkur lýkur á miðnætti í kvöld, en kosið er á www.hverfidmitt.is um verkefni til framkvæmda á næsta ári. Hafa oft örfá atkvæði skilið á milli verkefna sem koma til framkvæmda.

Er talið líklegt að Reykvíkingar slái nýtt með í kosningaþátttöku þetta árið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í fyrra kusu 12,3% Reykvíkinga sem þá var töluverð auking frá árinu á undan.

Í upphafi lokadags höfðu aðeins íbúar í Miðborg slegið sitt fyrra met.  Þátttaka í Grafarholti og Úlfarsárdal er best en í morgun 16,9% íbúa í hverfinu hafa kosið.

Neðsta sætið vermdu þá þrjú hverfi. Var þátttaka í Vesturbæ, Breiðholti og á Kjalarnesi var jöfn og höfðu 9,4% íbúa í þessum hverfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert