Ærslabelgir og brostin loforð

Íbúakosningum í Reykjavík lauk á miðnætti og höfðu þá 12,5% íbúa, 15 ára og eldri, tekið þátt, eða 13.603 íbúar. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og voru verkefnin sem kosin voru til framkvæmda í borginni allri alls 91, að því er segir í frétt frá Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að þau bætist við þau 696 verkefni sem til þessa hafi orðið að veruleika fyrir tilstilli íbúalýðræðisverkfisins Hverfið mitt, sem áður hafi heitað Betri hverfi. Verkefnin sem kosin hafi verið nú komi til framkvæmda á næsta ári. 

Minnisvarði um brostin loforð hlaut kosningu

Meðal kosinna verkefna nú eru hjólaviðgerðarstandar, parkoursvæði, sleðabrekka, Seljagarður, ærslabelgur, ávaxtatré, klifursteinn, mýkri gönguleiðir, smábókasafn og minnisvarði um brostin loforð Reykjavíkurborgar.

Nánari samantekt á niðurstöðum verður birt eftir helgi á vef borgarinnar, en þau verkefni sem fengu kosningu eru talin upp hér að neðan, skipt eftir hverfum: 

Árbær – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Þrískiptar flokkunartunnur
  2. Hjólaviðgerðarstandur
  3. Aðgengi og aðstaða hjá bæjarperlunni Rauðavatn.
  4. Niðurgrafin trampolín
  5. Meiri gróður í hverfið – skjól fyrir vindi
  6. Fjölgun bekkja í Elliðaárdal
  7. Lagfæra útisvæði leikskólans Rauðhóls
  8. Bætt gönguþverun við Árvað
  9. Frisbígolfkörfur við skóla

Breiðholt – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Seljagarður – Lítill fjölskyldugarður í hjarta Seljahverfis
  2. Bætt gönguþverun við Krónuna í Seljahverfi
  3. Niðurgrafin trampólín
  4. Lýsing á göngustíg/tröppur frá Grjótaseli niður í Seljadal
  5. Parkoursvæði
  6. Gönguleið milli Seljahverfis og Hvarfa
  7. Endurtyrfa fótboltavöll við Bakkasel
  8. Bekkir og ruslatunnur í Bakkana
  9. Hraðatakmarkandi aðgerðir við undirgöng undir Stekkjarbakka
  10. Körfuboltaspjöld í Breiðholtslaug

Grafarholt og Úlfarsárdalur – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Sleðabrekka í Úlfarsárdal
  2. Fleiri ruslatunnur í Grafarholtið
  3. Niðurgrafin trampólín
  4. Fleiri tré við Reynisvatn
  5. Gönguleiðakort
  6. Gróðursetning við Úlfarsfell
  7. Ruslatunnur í Úlfarsárdal

Grafarvogur - verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Fegra umhverfið í Spönginni
  2. Ærslabelgur við Gufunesbæ
  3. Lítill almenningsgarður
  4. Púttvöllur fyrir alla íbúa Grafarvogs
  5. Infrarauð sauna í Grafarvogslaug
  6. Gufunesbær - leiktæki
  7. Göngustígur meðfram Skemmtigarðinum í Gufunesi
  8. Salerni í Gufunes
  9. Tveir bekkir við voginn

Háaleiti og Bústaðir – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Bæta grenndargáma við Grímsbæ
  2. Gróðursetja rabbarbara og berjarunna víða um hverfið
  3. Hjólapumpa við Rauðagerði
  4. Göngustígur á hæðinni austan við Réttarholtsskóla
  5. Bæta aðstöðu gangandi vegfarenda yfir Kringlumýrarbraut
  6. Umferðarspeglar við hornið á Hamarsgerði og Réttarholtsvegi
  7. Endurbæta fótboltavöll milli K- og H-landa
  8. Klára göngustíg milli Síðumúla og Háaleitisbrautar
  9. Ávaxtatré í Fossvogsdal
  10. Frisbígolfkörfur við skóla
  11. Örugg gönguleið – hitaveitustokkur
  12. Grill og leiktæki í garðinn fyrir aftan Miðbæ

Hlíðar – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Lagfæra göngustígs frá Hlíðum yfir í Öskjuhlíð
  2. Endurbætur á leikvelli á Klambratúni
  3. Bekkir fyrir framan Kjarvalsstaði
  4. Klifursteinn fyrir krakka og fullorðna
  5. Langborð á Klambratún
  6. Lagfæring göngustíga á Klambratúni
  7. Niðurgrafin trampolín
  8. Hlaupabraut kringum Klambratún
  9. Breikka göngustíg á milli Skógarhlíðar og Eskihlíðar
  10. Bætt gönguþverun við Bónus, Skipholti
  11. Hraðamerkingar málaðar á vistgötur í Suðurhlíðum

Kjalarnes – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Niðurgrafin trampólín
  2. Klifurgrind
  3. Minnisvarði um brostin loforð Reykjavíkurborgar

Laugardalur – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Lýsing á malarstígum í Laugardalnum
  2. Fleiri bekkir fyrir gangandi vegfarendur
  3. Ungbarnarólur á leikvelli
  4. Lagfæring á lóð Langholtsskóla vegna vatnssöfnunar
  5. Bæta lýsingu á göngustíg frá Glæsibæ að Langholtsskóla
  6. Körfuboltavöllur
  7. Fótboltamark við Ljósheimaróló

Miðborg – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Endurbætur á gangstéttum víðsvegar um Þingholtin
  2. Bæta gönguleiðir skólabarna
  3. Þrískiptar flokkunartunnur við Sundhöll Reykjavíkur
  4. Líflegir almenningsbekkir
  5. Endurbætur á Einarsgarði v/Laufásveg
  6. Vegglistaverk
  7. Bætt umferðaröryggi við Laufásborg
  8. Viðgerðarstandur fyrir reiðhjól við Nauthólsvík
  9. Niðurgrafin trampólín

Vesturbær – verkefni kosin til framkvæmda:

  1. Þrískiptar ruslatunnur
  2. Mýkri gönguleiðir í Vesturbæjarlaug
  3. Ruslafötur
  4. Niðurgrafin trampólín
  5. Lífga upp á Aparóló
  6. List í almenningsrými
  7. Hreinsun veggjakrots
  8. Háar rólur nálægt hafi
  9. Strandlíf hjá grásleppuskúrunum við Grímstaðarvör
  10. Setbekkur á hornið við Öldugötu 25
  11. Matjurtagarð í portið hjá Verkamannabústöðunum
  12. Frisbígolfkörfur við skóla
  13. Hringekja með hjólastólaaðgengi
  14. Smábókasafn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert