Alvarlegt áfall fyrir þjóðina

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Rax

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, segir Samherjamálið þannig vaxið að nú þurfi að fá óháða aðila til að meta hvað Samherji hafi borgað samanlagt fyrir veiðirétt í Namibíu og hvernig það sé í samræmi við greiðslur hér heima.

Þorsteinn var gestur í þætti Egils Helgasonar, Silfrinu, í dag. „Þetta er auðvitað bara mjög alvarlegt og sennilega mesta áfall sem þjóðin hefur orðið fyrir eftir hrun,“ segir Þorsteinn en hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein hér.

Þorsteinn segir að nú sé það hlutverk sjávarútvegsráðherrans að hafa forystu í því að byggja þetta traust upp. „Menn hafa verið að gagnrýna hann fyrir að hafa hringt í vin sinn og spyrja hvernig honum liði. Ég get ekki tekið undir þá gagnrýni. Mér finnst það bara vera eðlilegur drengskapur og íslenskt. Það á ekki að gera það pólitískt tortryggilegt. En mér finnst að hann hafi líka átt að hringja í þjóðina og spyrja hvernig henni liði.“

Frétt RÚV 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert