Góða skapið víðsfjarri

Sjö gista fangageymslur lögreglu.
Sjö gista fangageymslur lögreglu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi og virtist góða skapið vera einhvers staðar víðsfjarri. Um sjötíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 19:00 til 05:00. Sjö gistu fangaklefa í nótt.

Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn sem höfðu bæði neytt áfengis eða fíkniefna áður en þeir fóru út í umferðina á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar á meðal maður sem var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Hann er vistaður í fangaklefa.

Einn var svo ölvaður að hann ók á móti einstefnu og annar var stöðvaður í austurbænum (hverfi 108) og reyndist hann vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum.

Ökumaður var stöðvaður í Breiðholti (hverfi 109) og reyndist hann vera undir áhrifum fíkniefna. Einnig fundust fíkniefni á viðkomandi. Annar ökumaður var einnig stöðvaður í Breiðholti (hverfi 111) og var sá undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum.

Í Grafarvoginum stöðvaði lögreglan síðan ökumann sem var undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Einnig var bifreiðin sem hann ók ótryggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert