450 alþjóðlegir kvenleiðtogar taka þátt í Heimsþingi

Frá pallborðsumræðum á Heimsþingi kvenleiðtoga á síðasta ári.
Frá pallborðsumræðum á Heimsþingi kvenleiðtoga á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsþing kvenleiðtoga fer fram í annað sinn hér á landi og hefst í Hörpu á morgun, 19. nóvember. Um 450 konur frá 100 löndum taka þátt í þinginu, sem haldið er af Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi.

Dagskrá Heimsþings kvenleiðtoga verður opnuð með ávörpum  Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, Silvöna Koch-Mehrin, forseta WPL og Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis. Meðal þátttakenda á Heimsþinginu eru Anne-Birgitte Albrectsen, forstjóri Plan International, Ann Cairns, varaformaður hjá Mastercard, Oby Ezekwesili, forsetaframbjóðandi (2019) í Nígeríu, Anita Bahita, aðstoðarframkvæmdastjóri UN Women, Jackie Hunt, stjórnarmaður Allianz SE, Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu (2010-2013), Bana Al-Abed 10 ára gömul stúlka og aðgerðasinni frá Sýrlandi og Gita Gopinath, yfirhagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þá er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sérstakur verndari heimsþingsins.

Hægt er að lesa sér nánar til um Heimsþingið á vefsíðu þess.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert