„Mikilvægt að höggva á þennan hnút“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Haraldur Jónasson/Hari

„Fundur er boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun og vonandi nýtist þessi vika vel til að brúa það bil sem er á milli samningsaðila. Því miður hefur borið of mikið á milli.“

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is um stöðuna í kjaradeilu samtakanna við Blaðamannafélagið.

„Það er mikilvægt að höggva á þennan hnút sem allra fyrst. Verkföll valda öllum tjóni, bæði fyrirtækjunum og þeim starfsmönnum sem taka þátt í þeim,“ segir Halldór Benjamín.

Tekið skal fram að flest­ir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert