Sinubruni á Bíldudal

Slökkviliðsmaður að störfum.
Slökkviliðsmaður að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um sinubruna á Bíldudal snemma í morgun. Auk slökkviliðs var björgunarsveit kölluð út til aðstoðar þar sem um stórt svæði var að ræða og hús nálægt. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn.

Skammhlaup virðist hafa orðið í rafmagnsstaur, innarlega í dalnum, og hafði neisti fallið á þurra sinuna fyrir neðan.

Starfmenn Orkubús Vestfjarða gerðu viðeigandi ráðstafanir hvað rafmagnsstaurinn varðar, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert