Miklar endurbætur gerðar á Suðurbugt

Í Suðurbugt. Tæki Björgunar, Reynir og Pétur mikli, unnu við …
Í Suðurbugt. Tæki Björgunar, Reynir og Pétur mikli, unnu við dýpkunina. mbl.is/sisi

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Suðurbugt Gömlu hafnarinnar í Reykjavík að undanförnu. Suðurbugtin er einn þekktasti staður hafnarinnar. Hún er fyrir framan grænu verbúðirnar sem fengið hafa nýtt hlutverk og hýsa nú nokkur þekkt og vinsæl veitingahús.

Í Suðurbugtinni eru flotbryggjur þar sem smærri bátar liggja. Þar er einnig lægi skipa og báta, sem sigla með ferðamenn í fugla- og hvalaskoðunarferðir.

Flotbryggjurnar hafa verið fjarlægðar tímabundið og þeim komið fyrir til bráðabirgða í Vesturbugtinni, fyrir framan Sjóminjasafnið. Einnig hefur gamall brimbrjótur verið fjarlægður og nýjum og öflugri verður komið fyrir. Verktakafyrirtækið Króli hefur annast þetta verk.

Þá væri tækifærið notað til að dýpka Suðurbugtina. Það verk vann Björgun. Pramminn Reynir dýpkaði en flutningapramminn Pétur mikli flutti efnið út í flóann og sturtaði í sandnámu sem þar er á hafsbotni.

Flotbryggjunum verður komið fyrir að nýju í Suðurbugt. Jafnframt verða teknir í notkun fjórir nýir landgangar í Suðurbugt og Vesturbugt. Þeir eru 18 metra langir og miklu fullkomnari og öruggari fyrir gangandi fólk en þeir eldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert