Sérákvæði opni biðstöðvarnar á ný

Hagatorg hefur valdið heilabrotum.
Hagatorg hefur valdið heilabrotum. mbl.is/RAX

Reykjavíkurborg á nú í samskiptum við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvernig best sé að haga málum þannig að hægt verði að taka aftur í notkun biðstöðvar Strætó við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur og Hádegismóa í Árbæjarhverfi.

Greint hefur verið frá því í Morgunblaðinu að biðstöðvarnar voru teknar úr notkun eftir að í ljós kom að óheimilt væri samkvæmt lögum að stöðva ökutæki á hringtorgi.

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir borgina gjarnan vilja halda umræddum biðstöðvum.

„Það eru ákvæði í umferðarlögum um að hægt sé að setja sérákvæði sem gilda framar almennum umferðarreglum,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag og bendir á að slíkt hafi t.a.m. verið gert vegna gangbrauta sem nýverið voru settar upp á Hagatorgi. Með þeim er umferð gangandi vegfarenda stýrt yfir torgið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert