Útlit fyrir að eldur hafi kviknað á svölum

Klukk­an 05:14 aðfaranótt laugardags fengu lög­regla og slökkvilið á Ak­ur­eyri …
Klukk­an 05:14 aðfaranótt laugardags fengu lög­regla og slökkvilið á Ak­ur­eyri til­kynn­ingu um eld í íbúðar­húsi við Norður­götu. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar lögreglunnar á Akureyri á upptökum eldsvoða á Norðurgötu aðfaranótt sunnudags benda til þess að eldurinn hafi kviknað á timbursvölum á vesturhlið hússins.

Þetta staðfestir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, í samtali við RÚV.

Lögreglan hefur rætt við fjölmörg vitni í tilraun til þess að þrengja tímarammann frá því að eldurinn kom upp og þangað til viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Þá hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakað vettvang.

Klukk­an 05:14 aðfaranótt laugardags fengu lög­regla og slökkvilið á Ak­ur­eyri til­kynn­ingu um eld í íbúðar­húsi við Norður­götu. Í hús­inu eru þrjár íbúðir, en eldurinn olli svo miklum skemmdum að rífa þurfti húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert