Áforma frumvarp um hálendisþjóðgarð

Í mati á áhrifum lagasetningar kemur m.a. fram að gert …
Í mati á áhrifum lagasetningar kemur m.a. fram að gert sé ráð fyrir því að Hálendisþjóðgarður verði sjálfstæð eining innan stofnunar sem á að fara með málefni allra friðlýstra svæða og þjóðgarða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áform um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð voru birt í Samráðsgáttinni (samrad.is) í gær. Þar má lesa áform um lagasetningu og mat á áhrifum Hálendisþjóðgarðs.

Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar, eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu hennar. Þverpólitísk nefnd um málið hefur verið að störfum frá vorinu 2018. Í henni sitja fulltrúar allra flokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fulltrúa frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og frá forsætisráðuneytinu.

„Nefndinni var m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins, setja fram áherslur um skiptingu landsvæða innan hans í verndarflokka, gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn, taka afstöðu til stjórnskipulags hans, fjalla um svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf,“ segir í kynningu. Hugmyndir að einstökum þáttum sem nefndin hefur fjallað um hafa þegar verið kynntar. Einnig hefur nefndin staðið fyrir kynningarfundum og fundaröðum með sveitarstjórnum og hagaðilum.

Í mati á áhrifum lagasetningar kemur m.a. fram að gert sé ráð fyrir því að Hálendisþjóðgarður verði sjálfstæð eining innan stofnunar sem á að fara með málefni allra friðlýstra svæða og þjóðgarða. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert