Dr. Margrét Vilborg er Háskólakona ársins

Háskólakona ársins 2019, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, tók við viðurkenningu Félags …
Háskólakona ársins 2019, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, tók við viðurkenningu Félags háskólakvenna á Hótel Holti. Á myndinni er Margrét Vilborg ásamt stjórn Félags háskólakvenna, talið frá vinstri, Elísabet Sveinsdóttir, Halldóra Traustadóttir, formaður félagsins, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, Helga Guðrún Johnson, Hanna Lára Helgadóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Félag háskólakvenna hefur valið Háskólakonu ársins 2019, en fyrir valinu varð dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir.

Hún er aðstoðarprófessor í aðgerðagreiningu og tölfræði við Robert H. Smith viðskiptaháskólann í Maryland í Bandaríkjunum og stofn­andi sprota­fyr­ir­tæk­is­ins PayAna­lyt­ics.

Margrét Vilborg lauk BS gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2001 og hlaut þá hæstu einkunn sem skráð hafði verið, og lauk svo doktorsgráðu frá MIT í Cambridge 2008.

Þróaði hugbúnað sem ræðst á launabil kynjanna

Margrét Vilborg hefur bæði fengist við kennslu og fræðiskrif auk þess sem hún er stofnandi sprotafyrirtækisins PayAnalytics þar sem þróuð hefur verið hugbúnaðarlausn sem gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að framkvæma launagreiningar, skoða áhrif launaákvarðana og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn gerir einnig mögulegt að halda launabilinu lokuðu með launatillögum fyrir nýráðningar og þá sem færast til í starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert