Fundar um lögregluna eftir helgi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fjölmargar tillögur varðandi umbætur hjá lögreglunni hafa verið á borðinu og ég er að ljúka þeim tillögum núna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is spurð hvers staðan sé á vinnu varðandi endurskipulagningu lögreglunnar.

„Það eru ýmsar tillögur sem ég vil ræða síðan við aðila í kerfinu og ég mun boða fólk til fundar við mig í næstu viku um þær tillögur og skoða síðan hvaða leið verður farin fyrst og kannski eitthvað annað sem við þurfum að fara í meiri vinnu á næsta ári,“ segir ráðherrann.

Spurð hvort ein af tillögunum sé að sameina umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra og Austurlandi segir Áslaug. „Ég ætla ekki að ræða fleiri einstakar tillögur sem hafa komið fram. En ég hef sagt að þessi vinna snýst að meginstefnu til um það hvernig við getum bætt samtal og samvinnu lögregluembætta, hvernig við getum aukið eftirlit með lögreglunni og síðan ákveðin verkefni hjá ríkislögreglustjóra sem gæti verið sinnt á öðrum stöðum. Þetta erum við allt að skoða en ég mun ekki ráðast í neinar breytingar nema það sé til hagsbóta fyrir lögregluna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert