Vill fræðast um ferðir og lífshætti flundru

Flundra hefur dreift sér hratt hér á landi frá því …
Flundra hefur dreift sér hratt hér á landi frá því að hún fyrst fannst við ósa Ölfusár 1999.

Til að bæta við upplýsingum um flundru í og við ár hér á landi hefur doktorsneminn Theresa Henke við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum útbúið spurningalista fyrir stangveiðimenn. Með svörum í vefkönnun hyggst hún safna reynslu og skoðunum stangveiðimanna og veiðirétthafa á dreifingu flundrunnar um landið og möguleikum á nýtingu hennar í stangveiði. Könnunin er öllum opin og hefur verið dreift víða, t.d. með tölvupósti og á Facebook.

Theresa er 26 ára Þjóðverji sem búið hefur hér á landi í þrjú ár. Hún starfar í Bolungarvík en býr á Ísafirði og segist elska Vestfirði. Hún lauk í fyrravor meistararitgerð um vistfræðileg áhrif flundru á uppvaxtarsvæði skarkolaseiða við strendur Íslands. Leiðbeinandi hennar var dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðukona rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Bolungarvík, sem er einnig leiðbeinandi hennar í doktorsverkefninu.

Í kringum landið á 20 árum

Álíka margir búa í Bolungarvík og í Oberkirchen, heimabæ Theresu, nánast inni í miðju Þýskalandi. Þar er flundra þekktur matfiskur og veiðist líka oft við strendur Eystrasalts, einkum sem aukaafli. Hér á landi hefur flundra dreift sér hratt frá því að hún fyrst fannst við ósa Ölfusár 1999. Theresa segir að flundran sé komin hringinn í kringum landið, en ekki er ólíklegt að hún hafi borist til landsins með kjölvatni.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert