Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis hefst í dag

Íbúum Árborgar hefur fjölgað talsvert.
Íbúum Árborgar hefur fjölgað talsvert. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg hefst klukkan 14 í dag. Viðstödd verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framkvæmdasýslu ríkisins.

Saman munu Svandís og Gísli munda skóflurnar á verðandi byggingarsvæði við austurenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Austurveg í Árborg. Eru íbúar á Suðurlandi hvattir til að vera viðstaddir athöfnina, en að henni lokinni verður viðstöddum boðið upp á kaffiveitingar í húsnæði HSu.

Hér að neðan má sjá mynd af staðsetningu hjúkrunarheimilisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert