Rannsókn á meintum leka hætt

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru á …
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru á hendur Geirs H. Haarde mbl.is

Ríkissaksóknari hætti í byrjun október rannsókn á meintum upplýsingaleka embættis héraðssaksóknara til fjölmiðla í tengslum við systkinin fjögur sem kennd eru við útgerðarfélagið Sjólaskip.

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Kæran beindist að embætti héraðssaksóknara, en ekki til­greind­um starfs­manni þess, en sak­sókn­ari í mál­um systkin­anna er bróðir blaðamanns sem skrifað hef­ur um skatta­mál systkin­anna.

Finn­ur Þór Vil­hjálms­son sak­sókn­ari fer með mál­in gegn systkin­un­um, en bróðir hans er blaðamaður­inn Ingi Freyr Vil­hjálms­son.

Systkin­in fjög­ur kröfðust þess að mál­um þeirra, sem alls eru fimm tals­ins, verði vísað frá dómi og byggja þá kröfu á því að hægt sé að draga hlut­leysi sak­sókn­ar­ans í efa.

Kæra systkin­anna snýst um tvær frétt­ir, eina sem Ingi Freyr skrifaði í Frétta­tím­ann í byrj­un nóv­em­ber 2016 og fjallaði um að embætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hefði kært viðskipti systkin­anna í skatta­skjól­inu Tor­tólu til héraðssak­sókn­ara.

Hin frétt­in sem kær­an lýt­ur að birt­ist í Stund­inni í apríl á þessu ári, en þar var greint frá því að rann­sókn embætt­is héraðssak­sókn­ara á mál­inu væri lokið. Á þeim tíma­punkti var verið að taka ákvörðun um hvort ákært yrði í mál­inu, en það var svo gert í sum­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert