Samruninn bjargaði Hringbraut

Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.
Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Fréttablaðsins og Hringbrautar en greint var frá fyrirhuguðum sameiningaráformum 18. október. Í skýrslu eftirlitsins kemur fram að fjárhagsstaða Hringbrautar hafi verið það slæm að fyrirtækið væri að óbreyttu á leið í þrot.

Helgi Magnússon fjárfestir eignaðist Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins 18. október, og á sama tíma var greint frá því að Hringbraut myndi sameinast Fréttablaðinu.

Fram kemur í skýrslu Samkeppniseftirlitsins að einn mikilvægasti þáttur samrunans felist í því að koma í veg fyrir að starfsemi Hringbrautar stöðvist og tryggja samlegð þannig að reksturinn verði sjálfbær.

Rekstur Torgs sé réttum megin við núllið en ljóst sé að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert