Vill fá dæmda útvist í málinu

Tónskáldið Jóhann Helgason.
Tónskáldið Jóhann Helgason. mbl.is/RAX

Þar sem hvorki tónskáldið Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles í Bandaríkjunum vegna meints stundar þeirra á lagi Jóhanns, Söknuði, hefur lögmaður hans farið fram á að dæmd verði útvist í málinu að því er segir á fréttavef Fréttablaðsins.

Fallist dómstóllinn á útvist heldur málið áfram fyrir dómi en án varnar af hálfu þeirra Løvlands og Grahams. Rifjað er upp í kröfu Jóhanns að Løvland hafi tvisvar neitað að taka við stefnunni en loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst. Graham var hins vegar stefnt 8. apríl. Þeim hafi þannig verið stefnt löglega.

Haft er eftir Jóhanni í fréttinni að þeir Løvland og Graham hafi af ásetningi ekki brugðist við stefnunni. Lögmenn þeirra hafa farið fram á að málinu verði vísað frá og tekur dómstóllinn þá kröfu fyrir 6. desember. Jóhann segist telja í ljósi aðdragandans kæmi það honum á óvart ef dómstóllinn féllist á málstað þeirra Løvlands og Grahams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert