Aldrei of seint að skrifa og gefa út bækur og rit

Þóra Jónsdóttir og Iðunn Steinsdóttir, sem verður 80 ára í …
Þóra Jónsdóttir og Iðunn Steinsdóttir, sem verður 80 ára í næsta mánuði, með nýjar bækur. Ljósmynd/Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Bókin Sólardansinn eftir Þóru Jónsdóttur er enn ein staðfesting þess að aldur getur verið afstæður. Þóra verður 95 ára í janúar og hún samdi örsögurnar í bókinni á nýliðnum tveimur árum. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út.

Leit að tjaldsvæði, fyrsta ljóðabók Þóru, kom út 1973. Síðan hefur hún sent frá sér margar bækur, fyrst og fremst ljóðabækur, en einnig þýðingar og fleira, meðal annars þýðingu á ljóðum eftir pólska rithöfundinn Wislöwu Szymborska, sem kom út á sama tíma og hún fékk Nóbelsverðlaunin 1996.

„Mér fannst tímabært að búa til örsögur,“ segir hún um nýju bókina og vekur athygli á því að 2010 hafi komið út bókin Hversdagsgæfa, sem sé einnig safn örsagna. „Bækurnar eru af sama meiði,“ segir hún.

Í Sólardansinum eru 62 örsögur og er nafn bókarinnar það sama og titill einnar sögunnar. „Mér finnst þetta fallegt orð,“ segir Þóra í samtali á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert