Hollendingur en ekki Íslendingur í hnífstunguárás

Árásarmaðurinn reyndist Hollendingur.
Árásarmaðurinn reyndist Hollendingur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður sem stakk annan mann í hálsinn á Strikinu í Kaupmannahöfn um síðustu helgi reyndist ekki vera Íslendingur heldur Hollendingur. Fyrst var greint frá því að árásarmaðurinn hefði verið Íslendingur, samkvæmt frétt Extra bladet. 

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu óskaði enginn Íslendingur eftir aðstoð borgaraþjónustunnar í Danmörku. 

Maður­inn var hand­tek­inn á ham­borg­arastaðnum Burger King á Ráðhús­torg­inu, nokk­ur hundruð metra frá árás­arstaðnum. Hnífstung­an mun hafa átt sér stað í slags­mál­um mannanna tveggja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert