Lífeyrir er skattlagður hér

Margir vilja nýta lífeyrinn þar sem ódýrara er að lifa.
Margir vilja nýta lífeyrinn þar sem ódýrara er að lifa. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lífeyrisgreiðslur sem fólk sem búsett er á Norðurlöndunum fær frá Íslandi eru undantekningarlaust skattskyldar og skattlagðar hér á landi. Reglur tvísköttunarsamninga sem Norðurlöndin hafa gert með sér kveða á um að lífeyrisgreiðslur eru alltaf skattlagðar í landinu þar sem lífeyririnn er greiddur.

Mikið er um tilflutning fólks á milli landa, ekki síst innan Norðurlandanna og frá Íslandi til suðurhluta Evrópu. Samkvæmt upplýsingum embættis ríkisskattstjóra er talsvert spurt um skattlagningu lífeyrisgreiðslna í þessu samhengi.

Ísland hefur gert tvísköttunarsamninga við 45 lönd. Slíkir samningar eru gerðir til að komast hjá því að sömu eignir og tekjur verði skattlagðar í tveimur löndum. Kveðið er á um hvar megi skattleggja tilteknar eignir og tekjur og hvort landið hefur skattlagningarréttinn. Alltaf er miðað við skráð lögheimili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert