Ólöglega staðið að ráðningu manns

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Akraneskaupstaður hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem niðurstaðan var að staðið hafi verið með saknæmum og ólögmætum hætti að ráðningu forstöðumanns íþróttamannvirkja bæjarins á síðasta ári og öðrum umsækjanda dæmdar miskabætur.

Málið snýst um vægi einstakra matsþátta við ráðningarferlið, þegar endanlega var valið úr hópi fjögurra umsækjenda sem skoruðu hæst. Akranesbær rökstuddi ráðningu þess umsækjanda sem ráðinn var með vísan til frammistöðu hans í viðtali og til verkefnis sem hann gerði.

Þessir þættir vógu í vinnu bæjarins 70% á móti 30% þeirra þátta sem tilteknir voru í auglýsingu. Dómurinn leit svo á að bærinn hefði brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttar í málsmeðferð sinni með því að hafa vægi menntunar, þekkingar, reynslu og leiðtogahæfni svo lítið sem raun ber vitni og meta viðtöl og verkefni svo hátt sem raun varð á.

„Skipting þessi er ómálefnaleg og gaf auglýsingin ekki til kynna að vægi annarra þátta en hinna hlutlægu væri svo hátt sem raun var á,“ segir í niðurstöðum dómsins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, telur að málefnalega hafi verið staðið að ráðningunni og segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á málið fyrir æðra dómstigi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert