Þarf meira fé vegna álags

Skúli Eggert Þórðarsson ríkisendurskoðandi.
Skúli Eggert Þórðarsson ríkisendurskoðandi. mbl.is/​Hari

Ríkisendurskoðun þarf á auknum fjármunum að halda vegna meira álags sem verið hefur á störfum embættisins vegna skýrslna sem Ríkisendurskoðun hefur þurft að ráðast í að beiðni Alþingis og ráðuneyta.

Þetta er mat ríkisendurskoðanda að því er fram kemur í beiðni til fjárlaganefndar Alþingis um aukafjárveitingu til handa embættinu vegna yfirstandandi árs sem barst nefndinni í gegnum forsætisnefnd Alþingis.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir nánari rökstuðningi á beiðni forsætisnefndar um aukafjárveitingu Ríkisendurskoðun til handa að því er fram kemur á minnisblaði.

Birt er yfirlit yfir tíu úttektir sem stofnunin hefur verið beðin um að vinna á þessu ári og nokkrar úttektir sem unnið var að eða byrjað var á á árunum 2017 og 2018, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert