Einitíta árviss slæðingur á aðventu

Einitítu má m.a. finna í lífviðargreinum sem eru vinsæll efniviður …
Einitítu má m.a. finna í lífviðargreinum sem eru vinsæll efniviður í aðventukrönsum landsmanna. Ljósmynd/Heimur smádýranna

„Í aðdraganda aðventu flytja blómaverslanir inn aðskiljanlegt skraut og glingur, meðal annars lífviðargreinar sem þykja ómissandi þegar að því kemur að græja aðventukransinn. Sumir eru heppnari en aðrir og fá einitítu í kaupbæti með lífviðargreinunum.

Þetta skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á facebooksíðu sína, Heim smádýranna. Hann segir að einitíta sé nokkuð árviss slæðingur sem boði jól og tengist aðventunni sterkum böndum. Hann útskýrir heppnina með því að einitíta sé almeinlaust og „einkar fagurt smádýr til þess eins að dást að og njóta“.

Í Morgublaðinu í dag segir að einitíta sé skortíta, jurtasuga sem nærist á safa einiberja og skyldra tegunda sömu ættar eins og lífviði. Á pödduvef Náttúrufræðistofnunar segir að einitíta sé fallegt skordýr, græn á lit með ryðrauðar sveigðar rendur á þykka hluta framvængjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert