Trampólín fæst gefins ef sótt í kvöld

Trampólínið sem um ræðir.
Trampólínið sem um ræðir. Ljósmynd/Aðsend

Trampólín, sem stendur á kafi í snjó í garði á höfuðborgarsvæðinu, var auglýst á vefsíðunni Bland.is sem og á Brask og brall á Facebook í kvöld. Samkvæmt auglýsingunni mátti fá trampólínið gefins yrði það sótt í kvöld.

Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ofsaveðri er spáð á landinu á morgun, jafnvel versta veðri vetrarins, og hafa viðbragðsaðilar og Veðurstofa hvatt til þess að gengið verði frá lausum munum.

Trampólín hafa oft orðið til trafala í ofsaveðrum hérlendis og keppast netverjar við að gera grín að „sölumennskunni“ hjá þeim sem vilja greinilega sleppa við að þurfa að ganga frá trampólíninu fyrir morgundaginn.

Þú getur verið örugg um að það fær það einhver frítt á morgun ef þú tekur það ekki saman í kvöld,“ skrifar einn þeirra.

mbl.is hvetur lesendur sína til að fylgjast með veðurspá og tilkynningum á morgun. Ráðgert er að ofsaveðrið skelli á síðdegis og standi fram á miðvikudag.

Veðurvefur mbl.is

Trampólín hafa oft orðið til trafala í ofsaveðrum hérlendis.
Trampólín hafa oft orðið til trafala í ofsaveðrum hérlendis. Ljósmynd/Jónas Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert