Foreldar sæki börn fyrir klukkan tvö

Foreldrar barna í Kópavogi þurfa að hafa hraðar hendur.
Foreldrar barna í Kópavogi þurfa að hafa hraðar hendur. mbl.is/Árni Sæberg

Á fundi neyðarstjórnar Kópavogs í morgun var ákveðið að hvetja foreldra til að sækja börnin sín um hádegi í leikskóla, grunnskóla og frístund. Mælst er til þess að foreldrar verði búnir að sækja börnin sín fyrir kl. 14:00.

Þetta kemur fram í pósti sem sendur var á foreldra og forráðamenn barna í leik- og grunnskólum Kópavogs.

Þar kemur enn fremur fram að börn sem þurfi að ganga heim eigi að gera það í hádeginu. Engin börn eigi að vera á gangi eftir klukkan 13:00.

Leikskólar, grunnskólar og frístundir loka í Kópavogi klukkan 15:00 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert