Framlag vegna álags og fjölgunar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. mbl.is/Helgi Bjarnason

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) fái 40 milljóna króna fjárveitingu á fjáraukalögum fyrir árið 2019, „til að mæta auknu álagi vegna aukins atvinnuleysis í umdæminu“, eins og segir í nefndaráliti með breytingartillögum nefndarmanna sem mynda meirihluta í fjárlaganefnd.

Fram kemur að ríkisstjórnin samþykkti á fundi í apríl sl. aukið framlag til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en við gerð frumvarpsins hafi láðst að gera ráð fyrir fjárveitingunni á þeim tíma og er bætt úr því með þessari tillögu.

„Lýðheilsuvísar sem Embætti landlæknis birtir sýna að ýmsir þættir í daglegu lífi sem hafa áhrif á líðan og heilsu eru lakari á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Síðustu ár hefur verið mikill uppgangur á svæðinu, fólksfjölgun meiri en annars staðar á landinu og fjöldi fólks af erlendum uppruna mikill sem gerir stofnuninni erfiðara fyrir að bregðast við án viðbótarfjárveitingar,“ segir í rökstuðningi nefndarinnar með þessari tillögu.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við fjárskort vegna aukinnar eftirspurnar eftir heilbrigðisþjónustu og birti framkvæmdastjórn stofnunarinnar tilkynningu 26. nóvember sl. þar sem segir að af gefnu tilefni vilji framkvæmdastjórnin taka fram að engar áætlanir séu uppi um að leggja niður deildir á stofnuninni eða segja upp starfsfólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert