Gert ráð fyrir að Sæbraut og Eiðsgrandi lokist

Vegagerðin hefur gefið það út að mögulega þurfi að loka …
Vegagerðin hefur gefið það út að mögulega þurfi að loka Sæbraut, frá Hörpu að Laugarástanga, og Eiðsgranda á Seltjarnarnesi, vegna mikils ágangs sjávar á vegi. mbl.is/Styrmir Kári

Vegagerðin hefur gefið það út að mögulega þurfi að loka Sæbraut, frá Hörpu að Laugarnestanga, og Eiðsgranda á Seltjarnarnesi, vegna mikils ágangs sjávar á vegi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að gert sé ráð fyrir lokun þessara gatna frá kl. 15.

Á vef Vegagerðarinnar er farið yfir mögulegar lokanir á vegum á landinu í dag og á morgun vegna ofsaveðursins sem nú gengur inn á landið.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í samtali við mbl.is í gærkvöld að við aðstæður eins og þær sem líklega skapast síðdegis í dag ýffist sjórinn upp í Kollafirði og aldan skylli á Sæbrautinni. Hásjávað verður um fimmleytið.

Einar sagðist búast við því að þari og grjót fylgdi öldunum inn á Sæbrautina.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert