Happdrætti Háskólans frestar útdrætti í fyrsta sinn

Það er ýmislegt sem fer úr skorðum í storminum, meira …
Það er ýmislegt sem fer úr skorðum í storminum, meira að segja happdrætti. mbl.is/Golli

Þau tíðindi berast nú frá Happdrætti Háskóla Íslands að útdrætti kvöldsins verður frestað. Þetta er í fyrsta sinn í 85 ára sögu happdrættisins sem til þessa þarf að grípa.

„Vegna fárviðrisins sem gengur yfir landið núna sáum við ekki annað í stöðunni en að fresta útdrættinum þar til á morgun. Við fylgjum ákveðnum reglum við útdráttinn og það er nokkur fjöldi fólks sem þarf að vera viðstaddur dráttinn, meðal annars fulltrúi sýslumanns og Happdrættisins,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, í tilkynningu.

„En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott því það er öruggt að einn heppinn miðaeigandi mun hreppa 30 milljónir króna svo fólk hefur enn möguleika á að kaupa miða,“ er enn fremur haft eftir honum í tilkynningu.

Þetta hefur aldrei gerst áður í 85 ára sögu Happdrættis …
Þetta hefur aldrei gerst áður í 85 ára sögu Happdrættis Háskólans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert