Próf falla niður í Háskóla Íslands

Háskólatorg er þétt setið þessa dagana enda prófatíð í hámarki. …
Háskólatorg er þétt setið þessa dagana enda prófatíð í hámarki. Prófum sem áttu að fara fram síðdegis og í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. mbl.is/Teitur

Öll próf í Háskóla Íslands sem fyrirhuguð voru eftir hádegi falla niður vegna veðurs. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi á alla starfsmenn og stúdenta skólans rétt í þessu. 

Jón Atli hvetur alla til að halda heimleiðis í tæka tíð en spár gera ráð fyrir að eitt mesta óveður á landinu á síðari árum gangi yfir í dag og á morgun. Þá eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín á leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta tímanlega, eða fyrir klukkan 15. 

Vegna þessa mun allt prófhald á vegum skólans falla niður síðdegis og í kvöld. Fyrirhugað er, ef mögulegt, að próf þessa dags verði haldin þriðjudaginn 17. desember.

Vaka, önnur tveggja stúdentahreyfinga við háskólann, hvetur nemendur til að hafa samband ef þeir telja sig þess þurfa. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert