Rafmagnslaust á Norðurlandi

Fram kemur á vef Rarik að rafmagnstruflun sé í gangi …
Fram kemur á vef Rarik að rafmagnstruflun sé í gangi á landskerfinu á Norðurlandi eystra og unnið sé að því að byggja kerfið upp. mbl.is/Rax

Rafmagnslaust er í Þingeyjarsýslum, Svarfaðardal og Öxarfirði, að því er fram kemur á vef Rarik. Vinnuflokkar Rarik eru í viðbragsstöðu vegna veðurs.

Fram kemur á vef Rarik að rafmagnstruflun sé í gangi á landskerfinu á Norðurlandi eystra og unnið sé að því að byggja kerfið upp.

„Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á afhendingu rafmagns þar sem hætta er á slæmri ísingu víða um land. Í ljósi þess er RARIK í viðbragðsstöðu á öllum starfsstöðvum til að bregðast við hugsanlegum bilunum á dreifikerfinu,“ segir á vef Rarik.

Talsvert hefur verið um bilanir á Norðurlandi í dag og …
Talsvert hefur verið um bilanir á Norðurlandi í dag og í gær. kort/Rarik

Þar segir enn fremur að þegar búast megi við rafmagnstruflunum sé ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem slökkvi ekki á sér sjálf þegar rafmagn slær út og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemst á að nýju.

Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum eins og sjónvörpum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert