Rafmagnstruflanir víða á Norðurlandi

Tíu staurar eru brotnir í Kópaskerslínu, samkvæmt tilkynningu frá Rarik. …
Tíu staurar eru brotnir í Kópaskerslínu, samkvæmt tilkynningu frá Rarik. Mynd úr safni, frá 2012, er starfsmenn Landsnets unnu að viðgerð á Kópaskerslínu. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson

Töluverðar rafmagnstruflanir hafa orðið á norðanverðu landinu í dag. Rafmagnslaust varð á Sauðárkróki og nágrenni vegna útleysingar á Sauðárkrókslínu 1, samkvæmt tilkynningu á vef Landsnets.

Íbúi á Sauðárkróki sem mbl.is hafði samband við segir að hjá sér hafi orðið bæði rafmagns- og heitavatnslaust um stund, en bæði rafmagn og vatn hafi verið að koma aftur.

Einnig segir fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði að þar hafi rafmagn farið af fyrir skemmstu. Samkvæmt vef Rarik eru rafmagnstruflanir þar og einnig á Dalvík og Ólafsfirði. Unnið er að því að byggja upp kerfið á ný.

Tíu brotnir staurar í Kópaskerslínu

Á vef Landsnets segir einnig að Rarik hafi tilkynnt að 10 staurar séu brotnir í Kópaskerslínu. Rafmagnsleysi eða rafmagnstruflanir eru á stóru svæði á Norðurlandi eystra, allt frá Grýtubakkahreppi og austur á Langanes, samkvæmt vef Rarik.

Rafmagn er aftur komið á í nágrenni Laxárvirkjunar, en þar varð útleysing fyrr í dag.

Tilkynningar frá Rarik

Tilkynningar frá stjórnstöð Landnets 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert