Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð

Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna aftakaveðurs sem …
Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna aftakaveðurs sem verður víða á landinu í dag og á morgun mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð var opnuð klukkan 13 og þar eru fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra samankomnir. 

Að sögn Hjálmars Björgvinssonar, deildarstjóra hjá almannavörnum, er ekki um fulla virkjun samhæfingarmiðstöðvarinnar að ræða. „Við erum að afla upplýsinga og miðla upplýsingum áfram til embættanna í kringum landið. Akkúrat á þessu stigi teljum við ekki fulla þörf á ræsingu samhæfingarmiðstöðvarinnar.“

Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Ljósmynd/Ríkislögreglustjóri

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu þar sem spáð er aftakaveðri. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Hjálmar býst við því að samhæfingarstöðin verði að störfum fram á nótt og verður liðsauki kallaður út eftir þörfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert