Vilja ekki skilavegi að óbreyttu

mbl.is/Arnþór Birkisson

Ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið samkomulagi við Vegagerðina um yfirfærslu þjóðvega til sveitarfélaganna, svokallaðra skilavega, eins og gert er ráð fyrir í vegalögum.

Rætt var um málið á seinasta stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga og telur stjórnin útilokað að niðurstaða náist um yfirfærslu allra þjóðvega fyrir lok þessa árs. Lagt er til að breyting verði gerð á lögunum og sem fyrst verði jafnframt fundin ásættanleg niðurstaða milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga, á grundvelli vandaðrar ástands- og kostnaðargreiningar viðkomandi samgöngumannvirkja.

Í bréfi sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að nokkuð langt sé í land með að samkomulagi verði náð, að því er rfam kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert